Hljómborðsnámskeið fyrir byrjendur

“Hljómborðsnámskeið fyrir byrjendur” var fyrst haldið í Hafnarfirði árið 2000 í samvinnu Námsflokka Hafnarfjarðar og H-tóna og á hverju ári síðan. Kennari frá upphafi hefur verið Hjörtur Howser, hljómlistamaður og hljómborðsleikari. Námskeiðið er ætlað byrjendum á öllum aldri og eru yngstu nemendur jafnan 7 ára en þeir elstu um sjötugt.

Á tíu vikum er farið yfir öll helstu atriði í hljómborðs/píanóleik. Nemendur læra að lesa einfaldar nótur og bókstafahljóma, kennd er rétt handstaða og fingrasetning og farið yfir helstu hugtök tón- og hljómfræði. Kennd eru nokkur þekkt lög og léttar fingraæfingar. Nemendur er 3-4 saman í hóp og hittast einu sinni í viku, klukkustund í senn, en þurfa að æfa sig heima, helst á hverjum degi. Allt sem kennt er nýtist nemendum í frekara tónlistarnámi hafi þeir hug á slíku. Námskeiðið er einstakt tækifæri til að kanna áhuga og hæfileika nemenda og allt tónlistarnám er þroskandi.

Biðlistar í tónlistarskólum eru því miður landlægir. “Hljómborðsnámskeið fyrir byrjendur”  kom upphaflega til vegna brýnnar þarfar í Hafnarfirði og nú hafa foreldrar í nærliggjandi sveitarfélögum haft frumkvæði að því, a
ð námskeiðið verði einnig í boði þar innan tíðar, af sömu ástæðum. Frístundaávísanir sveitarfélaganna munu nýtast á námskeiðinu. 


Hægt er að bóka sig á næsta námskeið hjá Námsflokkum Hafnarfjarðar, sími: 585-5860, nhms@hafnarfjordur.is

eða hjá H-tónum á netfang: htonar@internet.is

Einnig má hafa beint samband við kennara í síma 622-8600, netfang: howser@internet.is

Nú er kennt á tveimur stöðum í bænum, í Gamla Lækjarskóla                                  og í stúdíói H-tóna á Cuxhavengötu 1, Hafnarfirði

Árið 2009 kom út nótna- og kennsluhefti í samvinnu Námsflokka Hafnarfjarðar, Hjartar Howser og H-tóna og sáu H-tónar um uppsetningu og frágang á útgáfunni. -Nýjung á haustnámskeiði 2011- Geisladiskur með öllum lögum og æfingum úr bókinni.

 
Harmonikka fyrir byrjendur
er frábært námskeið fyrir þá,sem langar að kynnast harmonikkunni.
Kennt er í klukkustund í senn, einu sinni í viku, í átta vikur. Kennsluhefti og geisladiskur fylgir námskeiðinu.


Make a Free Website with Yola.