Um okkur

H-tónar er öflugt fyrirtæki á sviði menningar og lista með tónlist í öndvegi.

H-tónar annast hljómborðs- og harmonikkunámskeið fyrir byrjendur, í samvinnu við Námsflokka Hafnarfjarðar og hljómlistamanninn Hjört Howser.

Hjörtur Howser hefur starfað við tónlist í 37 ár og hefur leikið með ýmsum hljómsveitum. Þekktastar eru hljómsveitirnar Grafík, Kátir Piltar, og Vinir Dóra en einnig lék hann um tíma með Mezzoforte og Fræbbblunum auk þess að hafa um árabil verið undirleikari og tónlistarstjóri hjá Þórhalli “Ladda” Sigurðssyni. Hjörtur lærði á píanó í einkatímum áður en hann hélt til framhaldsnáms í Bandaríkjunum og Svíþjóð. í Kaliforníu lærði hann kvikmyndatónsmíðar og útsetningar en elektróniskar tónsmíðar í Stokkhólmi. Heimildamyndir sem Hjörtur hefur samið tónlist við skipta tugum en einnig samdi hann tónlist fyrir sjónvarpsþættina um Pappírs Pésa og fyrir Heilsubælið í Gerfahverfi. Nýlega hóf Stöð2 sýningar á þáttunum "Leyndarmál Vísindanna" og einnig þáttaröðinni "Töfrahetjurnar" en tónlistin í þessum þáttaröðum báðum, er öll eftir Hjört.
Hjörtur byggir “Hljómborðsnámskeið fyrir byrjendur”  á sínu eigin námi og reynslu og árið 2009 gaf hann út nótna/kennslubók í samvinnu við Námsflokka Hafnarfjarðar og H-tóna. Á vegum sömu aðila kom út árið 2011, kennsluheftið "Harmonikka fyrir byrjendur" og boðið var upp á samnefnt námskeið í fyrsta sinn.


 

 

 

 

 

 

 

 

Make a Free Website with Yola.